Íslenska

Afhverju Hótel Vogar?

Hotel VogarHótel Vogar er góður valmöguleiki, jafnt fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Hótel Vogar er staðsett í Vogum á Vatnsleysuströnd og býður fram mjög góða aðstöðu á hóflegu verði. Hótelið er í 24 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og 14 mínútna akstur er að flugvellinum, sem gerir hótelið að góðum viðkomustað ferðalanga sem hyggja á flug frá landinu jafnt sem þeirra sem vilja gefa sér tíma til að kynnast fegurð Suðurnesja og heimsækja Bláa Lónið, sem er í 11 mínútna fjarlægð, sé ferðast með bíl.

Við bjóðum upp á:

  • Viðkunnanleg og snyrtileg herbergi
  • Amerísk rúm
  • Hóflega verðlagningu
  • Gervihnattasjónvarp
  • Sérstaklega sniðin gluggatjöld til að draga úr birtu og tryggja góðan nætursvefn, jafnvel á björtum sumarnóttum.
  • Tvöfaldir veggir tryggja friðsama dvöl.
  • Vinsamlegast takið fram þegar pantað er, ef óskað er eftir sjónvarpi, þar sem ekki eru tæki á öllum herbergjum.